Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Erasmus-fundur um kennsluaðferðir

ErasmusH2016 01Skólinn tekur nú þátt í Erasmus+-verkefni um nýjar kennsluaðferðir og var fyrsti fundurinn haldinn hér.

Skólinn tekur þátt í verkefni á vegum Erasmus+-áætlunarinnar en í verkefninu er fjallað um nýjar kennsluaðferðir.  Verkefnið heitir New Learning Arena og það eru kennarar og skólastjórnendur frá skólum á Spáni, Portúgal, Ítalíu, Danmörku og Grænlandi sem taka þátt auk Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  Það er því óhætt að segja að norðrið og suðrið mætist í hópnum en það eru Grænlendingar sem halda utan um verkefnið.  Verkefnið er til tveggja ára og verður haldinn einn fundur í hverju landi.

Fyrsti fundur hópsins var haldinn hér á landi á dögunum en það er Ívar Valbergsson vélstjórnarkennari sem tekur þátt fyrir hönd skólans.  Gestirnir skoðuðu m.a. skólann og sú skoðun var með skemmtilegu sniði en gestirnir heimsóttu kennslustundir þar sem Ívar var einmitt að nýta kennsluaðferðir sem hann hefur þróað.  Það kom svo í hlut nemenda að kynna námið, námsefnið og kennslubúnað og þeir stóðu sig með prýði.  Þegar gestirnir komu voru fimm nemendahópar í mismunandi fögum að vinna saman en sú kennsluaðferð er hluti af þeim nýjungum sem Ívar hefur verið að þróa.  Þessar aðferðir byggjast á því að búið er að útbúa kennsluefni sem nemendur hafa aðgang að í spjaldtölvum eins og sjá má einni myndinni hér að neðan. Þannig geta nemendur unnið sjálfstætt og hægt að kenna mörgum hópum á sama tíma.  Gestunum leist mjög vel á aðstöðuna og voru um leið hissa á að hve auðvelt er að vera með kennslu í mörgum áföngum samtímis.

Haraldur Axel Einarsson, skólameistari Heiðarskóla í Reykjanesbæ, kom einnig á fundinn og sýndi hvernig kennarar í Heiðarskóla nota Ipad við kennslu með góðum árangri.  Hópurinn átti einnig Skype-fund með Ingva Hrannari Ómarssyni en hann er kennsluráðgjafi í UT og skólaþróun við Grunnskóla Skagafjarðar.  Ingvi sýndi meðal annars „Sphero Robotic Ball“ og hvernig hann er notaður við stærðfræðikennslu.

Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og óskum hópnum góðs gengis með þetta spennandi verkefni.

ErasmusH2016 02

ErasmusH2016 03

ErasmusH2016 05

ErasmusH2016 04

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014