Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Stjórnmálavika NFS

Nemendafélagið stóð fyrir stjórnmálaviku í tilefni væntanlegra Alþingiskosninga.StjornmalavikaH2016 Frett1Stjornmalavika 2016

Stjórnmálavikan stóð yfir dagana 10.-13. október.  Á mánudeginum var haldinn fundur á sal þar sem fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis kynntu sinn flokk og stefnu hans.  Daginn eftir var komið að ungliðahreyfingum flokkanna að kynna sig og fjalla um málefni ungs fólks.  Á miðvikudag voru síðan pallborðsumræður þar sem fulltrúar stjórnmálaflokka svöruðu fyrirspurnum úr sal.  Stjórnmálavikunni lauk síðan á fimmtudag með skuggakosningum.  Þær fóru fram í flestum framhaldsskólum landsins á vegum verkefnisins #égkýs sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir.  Tilgangurinn með stjórnmálavikunni var fyrst og fremst að efla lýðræðisvitund nemenda og hvetja þá til að taka þátt í kosningunum.

StjornmalavikaH2016 Frett2

StjornmalavikaH2016 Frett3

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014