Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Rafiðnnemar fengu spjaldtölvur að gjöf

RaftolvurH2016 04Allir nemendur í rafiðndeild skólans fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands. 

Þessi gjöf er liður í átaki Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) en þar fá allir nemendur í rafiðngreinum á landinu spjaldtölvur að gjöf.

Forsaga málsins er að í nokkur ár hefur verið starfrækt vefsíðan rafbók.is en þar er að finna margvíslegt námsefni fyrir rafiðnaðarnema.  Þessi síða hefur verið endurgjaldslaus fyrir nemendur og þar með sparað þeim kostnað við bókakaup.  Það er von gefenda að spjaldtölvurnar ýti enn frekar undir notkun á síðunni og nemendur hafi þannig enn betri aðgang og gagn af henni.

Það voru Jens Pétur Jóhannsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Þórður Snæbjörnsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, sem afhentu nemendum tölvurnar.  Auk þeirra voru Ásbjörn R. Jóhannesson og Hjörleifur Stefánsson frá SART og Björn Ágúst Sigurjónsson og Jón Óskar Gunnlaugsson frá RSÍ viðstaddir.

Á hópmyndinni hér að neðan eru gestir okkar ásamt nemendum og kennurum rafiðndeildar, Kristjáni Ásmundssyni skólameistara og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara.

Við þökkum að sjálfsögðu fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast nemendum okkar vel í sínu námi.

RaftolvurH2016 800 01

RaftolvurH2016 800 02

RaftolvurH2016 800 03

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014