Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Afrakstur Þemadaga til Bjargarinnar

StyrkurBjorginV2016Geðræktarmiðstöðin Björgin fékk afrakstur Þemadaga að gjöf.

Hinir árlegu þemadagar skólans voru haldnir 18. og 19. febrúar undir yfirskriftinni „Sælla er að gefa en að þiggja“.  Einkennisorð daganna vísa til þess að áhersla var á að safna til góðra málefna.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og í hádeginu var boðið upp á skemmtiatriði á sal.  Þá var kaffihús í gangi og þar rann allur afrakstur til góðgerðamála.

Eitt hundrað þúsund krónur söfnuðust og lögðust margir á eitt að söfnunin tókst sem skyldi og ber þá helst að nefna nemendur og starfsfólk skólans, tónlistarfólk, Skólamat, Sigurjónsbakarí, Valgeirsbakarí og fleiri velunnara.

Afrakstur daganna rann til Geðræktarmiðstöðvarinnar á Suðurnesjum „Björgin“ og var styrkurinn afhentur forsvarsmönnum Bjargarinnar þann 28. apríl síðastliðinn.

Á myndinni eru Kristján Ásmundsson skólameistari og þemanefnd ásamt forsvarsmönnum Bjargarinnar við afhendingu styrksins.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014