Skemmtileg hæfileikakeppni

HaefileikakeppniV2016 Frett1Það var líf og fjör á hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í skólanum fimmtudaginn 14. apríl.

Starfsbrautir framhaldsskólanna hafa í þó nokkur ár keppt sín á milli með söngkeppni og stuttmyndakeppni en undanfarin ár hefur þetta verið sameinað í eina hæfileikakeppni þar sem nemendur hafa frjálsar hendur.  Að þessu sinni kepptu 12 skólar en tveir skólar til viðbótar mættu til leiks en kepptu ekki að þessu sinni.  Mikil stemning var á keppninni og atriðin svo sannarlega fjölbreytt og skemmtileg.  Það var Fjölbrautaskóli Vesturlands sem stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti varð Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra og atriðið frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti varð í 3. sæti.  Okkar fulltrúi var Embla Sól Björgvinsdóttir og stóð sig frábærlega eins og aðrir keppendur þetta kvöld.

Í keppni eins og þessari þarf auðvitað úrvalsfólk í dómnefnd en hana skipuðu Alda Dís Arnardóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Guðbrandur Einarsson og Jóna Guðrún Jónsdóttir.  Alda Dís tók einnig lagið og það gerðu trúbadorarnir Heiður líka.  Eftir keppnina var svo ball þar sem DJ Atli hélt uppi fjörinu og gerði það snilldarvel.  Það er rétt að taka fram að hópur frá nemendafélagi skólans aðstoðaði við framkvæmd keppninnar og stóð sig með prýði.

Við þökkum gestum okkar og öllum sem komu að undirbúningi og framkvæmd keppninnar kærlega fyrir komuna og skemmtilegt kvöld.

Og hér er veglegt myndasafn frá keppninni.

HaefileikakeppniV2016 Frett2

HaefileikakeppniV2016 Frett3

HaefileikakeppniV2016 Frett4

HaefileikakeppniV2016 Frett5

HaefileikakeppniV2016 Frett6