Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Töfrateppi Vox Arena

TofrateppiV2016 Frett1Leikfélagið Vox Arena sýnir nú leikritið Eitt töfrateppi takk í Frumleikhúsinu við Vesturbraut.

Sýningin er sett upp í samvinnu við Leikfélag Keflavíkur og var frumsýning 1. apríl.  Næstu sýningar eru föstudaginn 8. apríl kl. 20:00, laugardaginn 9. apríl kl. 14:00, sunnudaginn 10. apríl kl. 14:00 og þriðjudaginn 12. apríl kl. 20:00.  Miðapantanir eru í síma 421-2540 en miðinn kostar 2500 kr.

Verkið er frumsamið en eins og nafnið gefur til kynna byggir það lauslega á ævintýrum úr austri.  Leikstjórar eru Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson en þeir eru báðir fyrrum nemendur skólans.  Óhætt er að segja að þeir og hópurinn allur bjóði upp á stórskemmtilega sýningu þar sem gleðin er í fyrirrúmi.  Viðbrögð á fyrstu sýningunum hafa verið í samræmi við það og þar hafa hlátrasköll gesta verið áberandi.

Við hvetjum alla til þess að sjá þessa frábæru sýningu.

Hægt er að sjá meira um Töfrateppið á Facebook-síðum Leikfélags Keflavíkur og nemendafélagsins NFS.

Hér er svo myndasafn frá sýningu í Frumleikhúsinu.
TofrateppiV2016 Frett4TofrateppiV2016 Frett2TofrateppiV2016 Frett5

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014