Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Verðlaun í stærðfræðikeppni

StaekeppniVerdlaunV2016 Frett1Verðlaun í stærðfræðikeppni grunnskólanemenda voru afhent á sal skólans fimmtudaginn 31. mars.

Stærðfræðikeppni grunnskólanema  fór fram í skólanum 8. mars s.l.  Þar voru þátttakendur 134 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl 16:30.   Það er Ragnheiður Gunnarsdóttir stærðfræðikennari sem hafði umsjón með keppninni eins og undanfarin ár.

Verðlaunaafhending fór síðan fram fimmtudaginn 31. mars.  Þar mættu tíu efstu í hverjum árgangi ásamt foreldrum sínum, stærðfræðikennurum og skólastjórnendum grunnskólanna.  Allir sem voru boðaðir fengu viðurkenningarskjal. Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.  

Verðlaun fyrir fyrsta sæti voru 20.000 kr., fyrir annað sætið 15.000 kr. og 10.000 kr. fyrir það þriðja.  Að auki fengu þrír efstu í 10. bekk grafiskan vasareikni frá Verkfræðistofu Suðurnesja.  Það voru þau Sigrún Vilhelmsdóttir frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Kjartan Ingvarsson frá Íslandsbanka sem afhentu verðlaunin.

Í 8. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 44.
Í 1. sæti var Guðbjörg Viðja Pétursdóttir Stóru-Vogaskóla
Í 2.-3.  sæti voru  Berglind Björk Aðalsteinsdóttir Holtaskóla og Sigurbjörg Erla Pétursdóttir Stóru-Vogaskóla
Í 4.-5. sæti voru Birna Hilmarsdóttir Holtaskóla og Rúnar Bárður Kjartansson Heiðarskóla
Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Jenný Geirdal Kjartansdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Jóhann Dagur Bjarnason Grunnskóla Grindavíkur, Logi Sigurðsson Akurskóla, Olga Nanna Corvetto Akurskóla og Ragnar Ingi Sigurðsson Holtaskóla

Í 9. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 46.
Í 1. sæti var Bergur Daði Ágústsson Heiðarskóla
Í 2. sæti var Ólafur Þór Gunnarsson Holtaskóla
Í 3. sæti var Marcelina Owczaraska Myllubakkaskóla
Í 4.-5. sæti voru Garðar Freyr Bjarkason Grunnskólanum í Sandgerði og Maciej Omelianiuk Grunnskólanum í Sandgerði
Í 6.-11. sæti voru voru þessir í stafrófsröð: Eva María Piras Myllubakkaskóla, Glóey Hannah Holtaskóla, Júlía Mjöll Jensdóttir Myllubakkaskóla, Margrét Ír Jónsdóttir Myllubakkaskóla, Marteinn Lúðvík Guðmundsson Myllubakkaskóla og Svava Rún Sigurðardóttir Heiðarskóla

Í 10. bekk fengu eftirtaldir verðlaun en þar voru þátttakendur 44.
Í 1. sæti var Jón Stefán Andersen Holtaskóla
Í 2.-3. sæti voru Ester Borgarsdóttir Njarðvíkurskóla og Rakel Ýr Ottósdóttir Holtaskóla
Í 4.-5. sæti voru Birkir Snær Sigurðsson Grunnskóla Grindavíkur og Miloz Wyderski Myllubakkaskóla
Í 6.-10. sæti voru þessir í stafrófsröð: Áslaug Gyða Birgisdóttir Grunnskóla Grindavíkur, Dagný Halla Ágústsdóttir Heiðarskóla, Daníel Luna Jose Myllubakkaskóla, Irena Dröfn Sigurðardóttir Akurskóla og Kristín Fjóla Theódórsdóttir Grunnskólanum í Sandgerði

Hér eru fleiri myndir frá verðlaunaafhendingunni.

StaekeppniVerdlaunV2016 Frett2

StaekeppniVerdlaunV2016 Frett3

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014