Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Frá stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

StaekeppniV2016 Frett01Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda fór fram í skólanum þriðjudaginn 8. mars.  Þátttakendur voru 134 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 44 úr 8. bekk, 46 úr 9. bekk og 44 úr 10. bekk.  Þetta er meiri þátttaka en í fyrra en svipuð og árin þar á undan. Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30.  Verðlaunaafhending verður fimmtudaginn 31. mars kl. 18.00.  Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin eins og undanfarin ár.

Flensborgarskólinn fór af stað með stærðfræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996 og næstu ár bættust fleiri framhaldsskólar við.  Nú er það Borgarholtsskóli sem sér um keppnina sem nokkrir skólar taka þátt í og einhverjir skólar eru með sína eigin keppni.  Tilgangurinn með keppninni er að auka samstarf við grunnskólana og efla áhuga nemenda á stærðfræði.

Hér eru myndir frá keppninni.

StaekeppniV2016 Frett02

StaekeppniV2016 Frett03

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014