Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Naumt tap í Gettu betur

GettuBetur2016 01Lið skólans tapaði naumlega fyrir liði Menntaskólans á Akureyri í Gettu betur.

Viðureignir í 3. umferð fóru fram í Sjónvarpinu og þar mættum við Akureyringum föstudaginn 26. febrúar.  Þar urðu lokatölur 25-26 fyrir MA eftir æsispennandi keppni þar sem úrslitin réðust í lokaspurningunni.  Þess má geta að þetta er annað árið í röð sem lið skólans kemst í sjónvarpshluta Gettu betur og í fimmta skiptið frá upphafi.  Áður kepptum við í Sjónvarpinu 1990, 2003, 2009 og 2015.  Í fyrstu umferðinni í ár mætti okkar lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga og sigraði 32-23 en keppnin var á Rás 2.  Okkar fólk komst þar með í 2. umferð og sigraði þá Framhaldsskólann á Laugum 20-13.   Liðið skipuðu þau Alexander Hauksson, Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir.  Liðsstjóri og varamaður var Þorbergur Jónsson og eins og í fyrra var það Grétar Sigurðarson sem þjálfaði liðið. 

Við óskum okkar liði til hamingju með glæsilega frammistöðu í keppninni í ár.

Á myndinni neðst eru frá vinstri Brynjar Steinn, Alexander, Tinna Björg og Grétar þjálfari.  Þorberg liðsstjóra vantar á myndina.  Hinar myndirnar tók Grétar þjálfari af liðinu í útvarpssal.

GettuBetur2016 02

GettuBetur2016 03

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014