Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Í undanúrslit MORFÍS

Morfis2016 02Lið skólans er komið í undanúrslit MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. 

Okkar fólk sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í 8 liða úrslitunum en keppnin fór fram á okkar heimavelli og var á sal skólans.  Þar var Sólborg Guðbrandsdóttir valin ræðumaður kvöldsins eins og í fyrstu umferðinni.  Í undanúrslitum mætum við Verzlunarskóla Íslands en í hinum undanúrslitunum keppa Menntaskólinn við Sund og Menntaskólinn í Reykjavík.

Lið skólans skipa þær Azra Cmac, Aníta Lóa Hauksdóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir og Ingibjörg Ýr Smáradóttir liðsstjóri.  Þjálfari liðsins Arnar Már Eyfells.

Við vekjum athygli á því að búið er að setja upp skemmtilega heimasíðu fyrir liðið okkar.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014