Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Þrískólafundur á Skaganum

Triskolafundur2016 Frett01Samstarfsfundur framhaldsskólanna á Suðurnesjum, Suðurlandi og Vesturlandi var haldinn á Akranesi 2. febrúar. 

Þessir þrír skólar, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Fjölbrautaskóli Vesturlands, hafa lengi haft með sér samstarf enda eiga þeir margt sameiginlegt.  Í gegnum árin hafa skólarnir m.a. unnið saman að námskrármálum og gáfu á árum áður út sameiginlega námskrá.  Seinni árin hafa stjórnendur þessara skóla haft samráð og þá hafa verið haldnir samstarfsfundir með öllum starfsmönnum skólanna á nokkurra ára fresti.  Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi þriðjudaginn 2. febrúar.  Þar var byrjað á því að hlýða á fyrirlestra um skólamál en að því loknu bauð hver skóli upp á stuttan fyrirlestur um kennsluaðferðir og námskrárvinnu.  Eftir hádegishlé skipti fólk sér svo í vinnuhópa eftir námsgreinum og störfum og bar saman bækur sínar.  Að þessu sinni beindist athyglin einkum að nýju námskránni sem skólarnir eru að taka upp.  Ekki var annað að heyra en fólk hafi verið ánægt með þetta tækifæri til að hitta kollega sína og skiptast á skoðunum og reynslusögum.

Við þökkum gestgjöfum okkar á Akranesi kærlega fyrir mótttökurnar.

Í myndasafninu er myndapakki frá þrískólafundinum.

Triskolafundur2016 Frett02

Triskolafundur2016 Frett03

Triskolafundur2016 Frett04

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014