Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Áfram í MORFÍS

Morfis2016Lið skólans er komið í átta liða úrslit MORFÍS, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna. 

Okkar fólk mætti liði Menntaskólans á Egilsstöðum í 16 liða úrslitum og fór keppnin fram fyrir austan.  Þar vann okkar lið góðan sigur og að auki var Sólborg Guðbrandsdóttir valin ræðumaður kvöldsins.  Í 8 skóla úrslitum verða andstæðingarnir Fjölbrautaskóli Suðurlands og þar fáum við heimaleik.  Þess má geta að það er hægt að skoða keppnina gegn ME á YouTube-slóð Jóhanns Hinriks: https://www.youtube.com/user/JohannHinrik.

Okkar lið skipa Azra Cmac frummælandi, Aníta Lóa Hauksdóttir meðmælandi, Sólborg Guðbrandsdóttir stuðningsmaður og Ingibjörg Ýr Smáradóttir liðsstjóri.  Þjálfari liðsins Arnar Már Eyfells sem er fyrrum nemandi skólans og þrautreyndur MORFÍS-maður.

Á myndinni með fréttinni eru frá vinstri Sólborg, Azra, Arnar Már, Aníta Lóa og Ingibjörg Ýr.

Morfis2016 01

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014