Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Nýnemadagur 14. ágúst

Nýnemadagur verður föstudaginn 14. ágúst og hefst kl. 8:30.  Hér má sjá upplýsingar um daginn og ferðir strætó.

Á nýnemadeginum fá nýnemar kynnningu á skólanum, skólahúsnæðinu, þjónustu og starfsemi nemendafélagsins.

 

Strætó fer frá öllum stöðum (Grindavík, Garði, Sandgerði, Vogum) á áætlunartíma að morgni til.

 

Heimferðin verður svo eftirfarandi:

Leið 88 – Grindavík. Strætó stoppar kl. 13:45 við FS.

Leið 87 – Vogar.  Krakkarnir úr Vogum fara upp að Miðstöð (Nettó).  Vagninn fer þaðan 13:55, þau fara út við Vogaafleggja og þar bíður eftir þeim vagninn niður í Voga.

Leið 89 – Garður/Sandgerði.  Vagninn stoppar við FS kl. 13:50 og hann fer svo eins og leið liggur út í Garð og Sandgerði.

Nemendur þurfa að greiða í Strætó.  Annað hvort að hafa með sér pening eða kaupa kort/miða á sölustöðum.  Hægt er að greiða í vagninum, kaupa miða í íþróttamiðstöð Voga, íþróttamiðstöðinni í Garði, á bæjarskrifstofum Voga og Sandgerðis og á sjoppunni Aðalbraut í Grindavík.  Einnig er hægt að kaupa miða í verslunum 10-11.

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014