Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Vegleg gjöf frá Kölku

Við útskrift vorannar barst skólanum vegleg gjöf frá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. 

Það voru Birgir Már Bragason stjórnarformaður og Jón Norðfjörð framkvæmdastjóri stöðvarinnar sem afhentu hana á athöfninni.  Birgir Már afhenti Kristjáni Ásmundssyni skólameistara gjafabréf upp á 1.000.000 kr. sem skal nota til tækjakaupa vegna kennslu á náttúrufræðibraut.  Tilefnið er 10 ára afmæli Kölku þann 27. maí en í stað veisluhalda ákvað stjórn Sorpeyðingarstöðvarinnar að styrkja kennslu í skólanum með áherslu á náttúruna og umhverfisvernd.

Við þökkum kærlega fyrir þessa veglegu gjöf.  Gjafir sem þessar eru skólanum afar mikilvægar og skipta sköpum þegar kemur að tækjakaupum og endurnýjun búnaðar.

Á myndinni hér að neðan eru þeir Birgir Már, Kristján og Jón.

 

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014