Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FS er Fyrirmyndarstofnun

Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 2. sæti í flokka stórra ríkisstofnana í úttekt SFR á stofnun ársins.

Skólinn hlaut þar með titilinn Fyrirmyndarstofnun og er ein þrettán ríkisstofnana sem fær þann titil.  Þetta er annað árið í röð sem við hljótum heitið Fyrirmyndarstofnun en í fyrra varð skólinn í 4. sæti í sínum flokki en er nú í 2. sæti eins og áður kom fram.

Þetta er í tíunda sinn sem SFR velur Stofnun ársins en könnunin er unnin af Gallup í samstarfi við VR, Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og efnahags- og fjármálaráðuneytið og er ein sú stærsta sinnar tegundar á landinu. Alls fengu tæplega 50 þúsund starfsmenn á almennum og opinberum vinnumarkaði fengu könnunina senda og er val á Stofnunum ársins byggt á svörum tæplega 12.000 starfsmanna hjá ríki og sjálfseignarstofnunum. Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu og ímynd stofnunar.

Myndin hér að ofan var tekin þegar úrslitin voru tilkynnt í Hörpu.  Á myndinni eru frá vinstri Kristján Ásmundsson skólameistari, Árni Stefán Jónsson formaður SFR og Jón Þorgilssonar trúnaðarmaður SFR í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014