Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Nemendasýning í Duus

Nú stendur sýning útskriftarnemenda á listnámsbraut yfir í Duus-húsum.

Sýningin var opnuð samhliða barnahátíð í Reykjanesbæ þann 7. maí og stendur til 21. maí.  Þá verða verkin á sýningunni sett upp á sal skólans þar sem þau verða áfram til sýnis.  Þar verður hægt að skoða verkin á útskrift vorannar sem er laugardaginn 23. maí.

Nemendasýningin hefur fengið heitið Mygla og vísar til upphafsstafa þeirra sem taka þátt en ekki andans í sýningunni!  Nokkrir nemendanna sem sýna verk sín útskrifast af listnámsbraut skólans í vor en aðrir eru langt komnir með nám sitt og eru að ljúka myndlistarhluta brautarinnar.  Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt og sýna hvað nemendur hafa verið að skapa í námi sínu.  Sýningin var opnuð með viðhöfn þann 7. maí.  Íris Jónsdóttir myndlistarkennari sagði nokkur orð og Dagný Steinsdóttir frá menningarráði Reykjanesbæjar opnaði sýninguna formlega.

Þeir nemendur sem eiga verk á sýningunni eru Agatha Mista Atladóttir, Alexander Róbertsson, Bjarnveig Björnsdóttir, Daníel Snær Jónasson, Guðrún Sveinsdóttir, Hjörtur Már Atlason, Lovísa Björgvinsdóttir, Magnús Helgi Einarsson og Ylfa Rán Erlendsdóttir.

Eins og áður sagði stendur sýningin yfir í Duus-húsum til 21. maí en eftir það verða verkin til sýnis á sal skólans.  Við hvetjum fólk til að skoða sýningu þessara efnilegu listamanna.

Hér má sjá myndir frá opnun sýningarinnar en þar má sjá myndir af verkunum og listamönnunum.  Það var Guðlaug María Lewis hjá Reykjanesbæ sem tók myndirnar.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014