Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

American Football á Dimissio

Fimmtudaginn 30. apríl buðu væntanlegir útskriftarnemendur til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina.

Þá kveður útskriftarhópurinn kennara og nemendur skólans með ýmis konar uppákomum. Að þessu sinn sótti hópurinn innblásturinn í amerískan fótbolta og hafði keypt glæsilega búninga merktum athöfninni og með númeri og nöfnum "leikmanna" á bakinu! Þetta dulargervi blekkti þó fáa enda er vaxtarlag flestra leikmanna í amerískum fótbolta ansi ólíkt þessum föngulega hópi sem er að kveðja okkur.

Hópurinn byrjaði á því að skemmta samnemendum sínum á göngum og láta tónlist glymja á sal skólans. Síðan var komið að dagskrá á sal. Það er orðin hefð fyrir því að á dimissio sé boðið upp á stuttmynd um lífið í skólanum en þar var sýnt frá kennslu í ýmsum greinum. Að lokinni kvikmyndasýningunni fór fram verðlaunaafhending en þar fékk útskriftarhópurinn langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Þar komu m.a. við sögu bestu vinurinn, drottningin og jólasveinninn. Samfélagsmiðlar höfðu svo heilmikil áhrif enda sá hópurinn ástæðu til að útnefna Selfie kóng skólans og Virkan í athugasemdum úr hópi kennara. Einn stjórnenda skólans fékk svo sérstök heiðursverðlaun fyrir að hafa gert sitt til að hvetja útskriftarnemendur til dáða alla önnina og þar kom víst "þið verðið að læra, læra, læra" oft við sögu.

Um kvöldið var síðan hin svokallaða síðasta kvöldmáltíð en þá borða útskriftarnemendur og starfsólk skólans saman og gera sér glaðan dag.

Hér er svo myndapakki frá Dimissio.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014