Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Samstarf við Fjölskylduhjálpina

Textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið í  samstarfi við Fjölskylduhjálpina. 

Í áfanga í skólanum hefur verið unnið með endurvinnslu og er samstarfið fólgið í því að skólinn fær hráefni  frá  Fjölskylduhjálpinni, nemendur endurvinna og gefa til baka.  Nemendur í  áfanganum HÖN 103 unnu þannig tíu ungbarnasængurver og einnig tíu ungbarnanáttföt, allt endurunnið.  Nemendur stóðu sig afar vel og sýndu verkefninu mikinn áhuga og metnað.

Nemendur og kennari mættu með afraksturinn í verslun Fjölskylduhjálparinnar á dögunum og hittu starfsfólkið þar.  Anna Valdís Jónsdóttir tók á móti framlaginu fyrir hönd Fjölskylduhjálpar og er mikill áhugi beggja aðila á áframhaldandi samstarfi.  Starfsmenn frá Fjölskylduhjálpinni munu einnig koma og ræða við nemendur um starfsemina og út á hvað hún gengur.

Katrín Sigurðardóttir,
textílkennari

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014