Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Af stærðfræðikeppni grunnskólanemenda

Stærðfræðikeppni grunnskólanemenda fór fram í skólanum föstudaginn 13. mars.  Þátttakendur voru 101 úr öllum grunnskólum á Suðurnesjum.

Keppendur voru 32 úr 8. bekk, 44 úr 9. bekk og 25 úr 10. bekk.  Þetta er minni þátttaka en undanfarin ár.  Bæði var veðrið ekki gott og svo var viðburður hjá Samfés sem setti strik í reikninginn.  Nemendur mættu kl. 14:30 og fengu pizzu og gos.  Keppnin sjálf hófst síðan kl. 15:00 og stóð til kl. 16:30.  Verðlaunaafhending verður síðar.  Það eru Íslandsbanki og Verkfræðistofa Suðurnesja sem gefa verðlaunin.

Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014