Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Yndislegir Þemadagar að baki

Temadagar2015 Frett1Þemadagar ársins fóru fram 26. og 27. febrúar og í ár var yfirskrift þeirra "Lífið er yndislegt". 

Að þessu sinni var markmið daganna fyrst og fremst að allir gætu fundið eitthvað sem þeim þætti skemmtilegt að gera, horfa á eða hlusta á.  Fyrri daginn var boðið upp á námskeið og fyrirlestra en seinni daginn var dagskrá á sal.

Þemadagar hófust á fimmtudegi en þann dag var boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða og fyrirlestra.  Þeir sem vildu fræðast gátu kynnst glæparannsóknum í CSI, hugleiðslu, björgunarsveitastarfi og mörgu fleiru.  Það var líka nóg í boði fyrir þá sem vantaði eitthvað í svanginn en þar var hægt að baka pönnukökur og vöfflur, skreyta bollakökur og útbúa gómsætt sushi.  Og ef fólk var búið að borða of mikið gáfust fjölmörg tækifæri til að hreyfa sig en til þess var boðið upp á jóga, körfubolta. parkour, balkandansa og fleira.  Þeir sem vildu prófa að gera eitthvað með höndunum mættu í málmsuðu, hekluðu og prjónuðu eða saumuðu sér slaufu.  Á milli gat fólk skroppið á kaffihús og ekki má gleyma Drengjabandinu sem gladdi viðstadda með söng.

Á föstudeginum hófst dagskráin í íþróttahúsinu þar sem nemendur og kennarar kepptu í blaki.  Þar var um jafna og spennandi viðureign að ræða en að þessu sinni bar reynslan æskuna ofurliði.  Að því loknu tók við glæsileg dagskrá á sal þar sem sýnd var stuttmynd frá Þemadögunum og nýjasta tíska var sýnd.  Þeir Dóri DNA, Emmsjé Gauti, Ingó Veðurguð og Friðrik Dór tróðu svo upp og skemmtu viðstöddum.  Að lokum var boðið upp á skúffuköku og mjólk og allir fóru glaðir og saddir heim.

Í myndasafnið er kominn óvenjustór myndapakki frá Þemadögum.  Það er rétt að taka fram að Þemadagar falla oft á öskudag og því hefð fyrir því að fólk mæti í búningum.  Þó öskudagur hafi verið liðinn í ár héldu margir í þessa hefð og mættu í margs konar búningum.

Temadagar2015 Frett2

Temadagar2015 Frett3

Temadagar2015 Frett4

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014