Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Blakferð í Laugardalinn

BlakferdV2015 01Miðvikudaginn 18. febrúar fór hópur nemenda af íþróttabraut á blakleik í Laugardalshöll ásamt kennara sínum, Gunnari Magnúsi Jónssyni.

Þar sá hópurinn leik í efstu deild karla þar sem Þróttur R. og HK leiddu saman hesta sína.  Ferðin á leikinn var hluti af námi í blakáfanga á íþróttabrautinni.  Nemendur skemmtu sér konunglega þó leikar hafi verið heldur ójafnir.  Lið HK, sem er á toppi deildarinnar, vann nokkuð öruggan 3-0 sigur gegn botnliði Þróttar.

Að leik loknum var tekin mynd af hópnum ásamt tveimur leikmanna HK og þjálfara.  Auk þess tóku tveir nemendur, þeir Sindri Kristinn og Óðinn, viðtal við mann leiksins úr liði HK (sjá mynd) að leik loknum.

BlakferdV2015 02

BlakferdV2015 03

BlakferdV2015 04

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014