Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Hitað upp fyrir Gettu betur

GettuBeturJan2015 01Lið skólans er að hefja keppni í Gettu betur, spurningakeppni framhaldskólanna. Í fyrstu umferðinni mætir okkar fólk liði Flensborgarskóla í Hafnarfirði fimmtudaginn 15. janúar. 

Keppnin er í beinni útsendingu á Rás 2 og hefst kl. 20:30. Lið skólans skipa Alexander Hauksson, Bjarni Halldór Janusson og Helga Vala Garðarsdóttir.  Varamenn og liðsstjórar eru Brynjar Steinn Haraldsson og Tinna Björg Gunnarsdóttir.  Þjálfari liðsins er Grétar Þór Sigurðsson.

Til að undirbúa sig fyrir þessa viðureign var sett upp æfingakeppni á sal þar sem nemendur mættu liði kennara.  Kennaraliðið skipuðu Magnús Einþór Áskelsson, fyrirliði, Anna Karlsdóttir Taylor og Þorvaldur Sigurðsson.  Varamaður og liðsstjóri var svo Guðmundur Grétar Karlsson.  Keppnin var jöfn og spennandi en nemendur höfðu úthaldið sín megin og sigu fram úr í lokin.  Lokatölur urðu 33-28 nemendum í vil og þeir ættu að vera vel undirbúnir undir átökin framundan.

Við óskum okkar liði góðs gengis í keppninni og hvetjum alla til að hlusta og fylgjast með.

GettuBeturJan2015 02

GettuBeturJan2015 03

GettuBeturJan2015 04

GettuBeturJan2015 05

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014