Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Af stærðfræðikeppni

SebastianNov2014 FrettStærðfræðikeppni framhaldsskólanema var haldin 7. október en það eru Íslenska stærðfræðafélagið og Félag raungreinakennara sem standa að keppninni. 

Markmið hennar er að auka áhuga framhaldsskólanema á stærðfræði og öðrum greinum sem byggja á stærðfræðilegum grunni.

 

Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í Reykjavík þann 23. október.  Einn nemandi héðan hlaut viðurkenningu en það var Sebastian Klukowski. Hann varð í 13.-15. sæti í yngri hópnum en þar voru keppendur 165. Við óskum honum að sjálfsögðu til hamingju með þennan ágæta árangur.

Að neðan má sjá Sebastian ásamt fjölskyldu sinni þegar verðlaunin voru afhent, myndin var tekin með síma.

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014