Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Frá afreksíþróttalínu

AfreksbrautOkt2014-01Í skólanum er nú boðið upp á afreksíþróttalínu þriðja veturinn í röð. Afreksíþróttalínan er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksíþróttamanna, samhliða krefjandi bóknámi.

Hópurinn hittist fyrst á morgnana fjóra daga vikunnar en byrjar svo í hefðbundnum kennslustundum kl. 10:00. Á þessari önn eru 34 nemendur sem taka þátt.  Þar af eru 25 í knattspyrnu og 9 í bardagaíþróttum, þ.e. taekwondo og hnefaleikum.

Á dögunum fékk knattspyrnufólkið góða heimsókn en þá kom Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins og meistaraflokks karla hjá Leikni, í heimsókn og stýrði æfingu.  Áhersla hefur verið lögð á að fá gestaþjálfara á afreksíþróttalínunni og einnig hafa gestir verið með fyrirlestra um ýmis efni.

Þess má geta að fimm knattspyrnumenn sem hafa verið á afreksíþróttalínunni léku með U-19 ára landsliði Íslands í undankeppni EM í Króatíu.  Strákarnir eru á myndinni hér að neðan talið frá vinstri Sindri Kristinn Ólafsson, Ari Már Andrésson, Ari Steinn Guðmundsson og Aron Freyr Róbertsson.  Sá fimmti er svo fyrirliði landsliðsins, Samúel Kári Friðjónsson, sem nú leikur sem atvinnumaður með Reading í Englandi.

Á efstu myndinni er allur hópurinn ásamt þjálfurum, síðan koma unglingalandsliðsmennirnir og á neðstu myndinni er knattspyrnufólkið með Frey.

AfreksbrautOkt2014-03

AfreksbrautOkt2014-02

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014