Fangavaktin á dimissio haustannar

DimissioH2014-44Föstudaginn 28. nóvember buðu væntanlegir útskriftarnemendur til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina. Þá kveður útskriftarhópurinn kennara og nemendur skólans með ýmis konar uppákomum. Að þessu sinn sá hópurinn ástæðu til að fagna frelsinu sem nú blasir við og klæddist fangabúningum.

 

Hópurinn byrjaði á því að skemmta samnemendum sínum á göngum og "skreyta" sal skólans. Síðan var komið að dagskrá á sal. Það er orðin hefð fyrir því að á dimissio sé boðið upp á stuttmynd um lífið í skólanum. Þar var sýnt frá kennslu í ýmsum greinum og að þessu sinni var fangaþemað nokkuð áberandi í myndinni. Eitthvað var gefið í skyn að skólagangan væri eins og fangavist en það var að sjálfsögðu í gríni.. Að lokinni kvikmyndasýningunni fór fram verðlaunaafhending en þar fékk útskriftarhópurinn langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Þar komu m.a. við sögu brosmildast kennarinn, sá stundvísasti, fyndnasti kennarinn, besti félaginn og málglaðasti kennarinn. Hápunkturinn var svo þegar besti kennari var valinn en að þessu sinni var það Gunnlaugur Sigurðsson,  stærðfræðikennari og gítarleikari, sem varð fyrir valinu.

Um kvöldið var síðan hin svokallaða síðasta kvöldmáltíð en þá borða útskriftarnemendur og starfsólk skólans saman og gera sér glaðan dag.

Hér er svo myndapakki frá dimissio haustannar.

DimissioH2014-01

DimissioH2014-22