Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Vegleg gjöf frá Isavia

GjofVelarV2014 05Málm- og vélstjórnardeildir skólans fengu veglega gjöf á dögunum. Þar var á ferðinni vörubílsfarmur af vélum sem Isavia færði skólanum.

Þetta voru fjórar vélar, tvær Caterpillar-vélar, ein Detroit Diesel-vél og Benz-vél. Þessar vélar munu nýtast vel í kennslu fyrir vélvirkja og vélstjóra framtíðarinnar. Það voru Þröstur Söring,framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar, og Fróði Jónsson frá Isavia sem afhentu vélarnar. Kristján Ásmundsson skólameistari tók við gjöfinni fyrir hönd skólans ásamt Ívari Valbergssyni vélstjórnarkennara og Jónasi Eydal, kennara í málmiðnum.

Við þökkum Isavia kærlega fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast nemendum skólans í framtíðinni. Það er ánægjulegt að atvinnulífið styrki skólann á þennan hátt en þess má geta að Byko lagði til lyftara til að koma vélunum í hús.

GjofVelarV2014 06

GjofVelarV2014 01

GjofVelarV2014 02

GjofVelarV2014 03

GjofVelarV2014 04

GjofVelarV2014 07

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014