Sigtryggur í heiðursfélag

SigtryggurMyndFyrrverandi nemandi okkar, Sigtryggur Kjartansson, útskrifaðist frá MIT háskólanum í vor og var þá tekinn inn í heiðursfélagið Phi Beta Kappa. Þetta kemur fram í viðtali við Sigtrygg í Morgunblaðinu þann 9. júní.

 

Sigtryggur varð stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja haustið 2009 og var þá dúx skólans. Í vor útskrifaðist hann svo úr stærðfræði og tölvunarfræði frá MIT, Massachusetts Instritute of Technology, sem er einn virtasti háskóli heims. Við útskriftina var Sigtryggur tekinn inn í heiðursfélagið Phi Beta Kappa en þar fá aðeins inngöngu þeir sem útskrifast með framúrskarandi árangur úr bestu háskólum Bandaríkjanna. Í greininni í Morgublaðinu kemur fram að í félaginu eru fjölmargir virtir vísindamenn, Nóbelsverðlaunahafar og fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna. Sigryggur er að hefja störf hjá tæknifyrirtækni Oracle.

Við óskum Sigtryggi til hamingju með árangurinn og óskum honum góðs gengis í framtíðinni.

 

SigtryggurMIT