Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Frábærir og fjölbreyttir Þemadagar

Þemadagar voru 20. og 21. febrúar og var þemað í ár Fjölbreytt fjör fyrir frábæra FS-inga.Temadagar2020 Frett1

Fyrri daginn voru námskeið, fyrirlestrar og kynningar og gátu nemendur kynnt sér töfrabrögð, mannshvörf, réttarrannsóknir, fræðst um framtíð kynlífs, kjóla og kynhneigð og þeir sem vildu taka þátt gátu farið í box, spunaspil, balkandansa, prjón og hekl og margt fleira. Í hádeginu var matartorg þar sem boðið var upp á margs konar góðgæti úr öllum áttum. Á meðan sýndi Einar Mikael töframaður nokkur mögnuð töfrabrögð. Eftir hádegi héldu námskeiðin áfram og í lok dags skemmtu Sverrir Bergmann og Halldór á sal við góðar undirtektir.

Seinni daginn var skemmtun á sal.  Þar var boðið upp á vöfflur með rjóma sem kennarar sáu um að baka og var því svo sannarlega vel tekið.  Þar var sýnd stuttmynd frá Þemadögum og farið í eina létta Kahoot-keppni.  Hljómsveitin Demo flutti nokkur lög en hún er skipuð núverandi, fyrrverandi og væntanlegum nemendum skólans.  Þeir Flóni og Huginn luku svo dagskránni og fólk fór sátt heim eftir líflega og skemmtilega Þemadaga.

Í myndasafninu er veglegt myndasafn frá Þemadögum.

Temadagar2020 Frett2

Temadagar2020 Frett3

Temadagar2020 Frett4

Temadagar2020 Frett5

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014