Verðlaun fyrir mætingu

Nemendur sem voru með 100% mætingu á haustönn fengu viðurkenningu.MaetingV2020 02

 

Þriðjudaginn 28. janúar var athöfn á sal skólans þar sem þeir nemendur sem voru með 100% mætingu á síðustu önn fengu viðurkenningu. Þessir ellefu nemendur mættu þannig í hverja einustu kennslustund á haustönninni, fengu aldrei leyfi og komu aldrei of seint. Til að verðlauna hópinn fyrir þessa frammistöðu fá nemendurnir skólagjöld sín á þessari önn endurgreidd en þau eru 11.000 kr. Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju með árangurinn.

Nemendurnir sem fengu viðurkenningu að þessu sinni eru Arnar Breki Gíslason, Arndís Lára Kristinsdóttir, Bryndís María Kjartansdóttir, Freysteinn Finnur Freysson, Jóhannes Adolf Pétursson, Júlía Mjöll Jensdóttir, Kristjana Oddný Björgvinsdóttir, Rakel Ósk Árnadóttir, Svanhildur R. Kristjánsdóttir, Thelma Lind Hjaltadóttir og Þórdís María Aðalsteinsdóttir.  Það voru Kristján Ásmundsson skólameistari og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari sem afhentu viðurkenningarnar.

MaetingV2020 01