Ljósið fékk slaufustyrk

Ljósið fékk fé sem safnaðist með slaufusölu á bleika deginum.LjosidH2019 Frett2

Nemendur í textíldeild við Fjölbrautaskóla Suðurnesja saumuðu bleikar herraslaufur í tilefni af bleika deginum þann 11. október. Slaufurnar voru seldar og rann ágóðinn óskiptur til Ljóssins en Ljósið er stuðningsfélag fyrir krabbameinsgreinda og aðstandenda þeirra. Það var Anna Sigríður Jónsdóttir starfsmaður hjá Ljósinu sem veitti styrknum viðtöku en hann var 70.000 kr.

LjosidH2019 Frett