Rafiðnnemar fengu spjaldtölvur að gjöf

Rafgjof2019 Frett1Allir nemendur í rafiðndeild skólans fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands.

Þessi gjöf er liður í átaki Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) en þar fá allir nemendur í rafiðngreinum á landinu spjaldtölvur að gjöf.

Forsaga málsins er að í nokkur ár hefur verið starfrækt vefsíðan rafbók.is en þar er að finna margvíslegt námsefni fyrir rafiðnaðarnema. Þessi síða hefur verið endurgjaldslaus fyrir nemendur og þar með sparað þeim kostnað við bókakaup. Það er von gefenda að spjaldtölvurnar ýti enn frekar undir notkun á síðunni og nemendur hafi þannig enn betri aðgang og gagn af henni.

Það voru þau Bára Laxdal Halldórsdóttir, Hafdís Reinaldsdóttir og Alma Sif Kristjánsdóttir frá Rafmennt, Guðmundur Ingólfsson og Hjörleifur Stefánsson frá SART og Eiríkur Björgvinsson frá RFS sem afhentu gjöfina.

Á myndinni hér að neðan eru gestir okkar ásamt nemendum og kennurum rafiðndeildar, Kristjáni Ásmundssyni skólameistara og Guðlaugu Pálsdóttur aðstoðarskólameistara.

Við þökkum að sjálfsögðu fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast nemendum okkar vel í sínu námi.

Rafgjof2019 Frett1