Í sátt og samlyndi

ErasmusFS Frett1FS tekur á móti þátttökuþjóðum í Erasmus+ verkefni.

 

Nú í október var Fjölbrautaskóli Suðurnesja sóttur heim í Erasmus+ verkefninu National Prides in a European Context. Mikil eftirvænting var meðal íslensku þátttakendanna sem bæðu hýstu nemendur frá Evrópu og tóku þátt í verkefninu sem stóð yfir í þrjá daga og lauk með lokahófi á sal skólans.

Markmið verkefnisins er að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og þannig auka víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum.

Á fyrsta degi heimsóknarinnar heimsótti hópurinn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson á Bessastaði. Þar gafst nemendum kostur á að ræða við forsetann sem lagði ríka áherslu á að það er ef til vill meira sem sameinar þjóðir en sundrar. Hann fjallaði um heimsókn hópsins í fésbókarfærslu sinni sem birtist 14. okt. 2019 þar sem hann veltir fyrir sér muninum á „þjóðrækni og heilbrigðri ættjarðarást, og svo þjóðrembu, drambi og hroka sem getur leitt til ofbeldis, ógnar og styrjalda ef engin er mótstaðan (Guðni Th. Jóhannesson, facebook-færsla 14. okt. 2019).“

Á Þingvöllum fengu nemendur að leika liðna atburði til að skilja betur tíðarandann á þegar menn komu saman 21. júni ár hvert til að viðhalda lögum og reglum í landinu. Og í Skálholti hélt sagan áfram að óma frá séra Agli Hallgrímssyni sem leiddi gesti aftur til fortíðar. Reykjanesið stóð svo líka fyrir sínu með sinni stórbrotnu náttúru í blíðskaparveðri.

Í bland við menningu og sögu þjóðarinnar fengu nemendur tækifæri til að kynnast innbyrðis og treysta bönd um ókomna tíð.

Á fimmta degi kvaddi hópurinn Ísland með söknuði og þakklæti og ekki er laust við að það sé bara pínu tómlegt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja eftir velheppnaða heimsókn.

Í febrúar verður næsta ferð verkefnisins á dagskrá en þá verður farið til Póllands.

Í myndasafninu eru nokkrar myndir frá heimsókninni.

ErasmusVerkefni

ErasmusLogo