Gjöf frá Lionsklúbbi Grindavíkur

Lions 01Lionsklúbbur Grindavíkur færði starfsbraut veglegan styrk.

Í vikunni tóku þær Þórunn Svava Róbertsdóttir, námstjóri starfsbrautar og Telma Rut Eiríksdóttir, þroskaþjálfi við styrk upp á 150.000 kr. frá Lionsklúbbi Grindavíkur.  Markmiðið er að fjármagna kaup á búnaði sem nýtist í skynörvunarherbergi fyrir starfsbrautarnemendur.  Til að útbúa slíkt herbergi þarf margskonar búnað m.a.. My Base dýnu með lofti og kúlum, boltasæng, Sensit stól og skemmil, skynörvandi tæki með tónlist og ýmisskonar ljósgjafa. Þórunn og Telma kynntu starfsbrautina á fundi hjá Lionsmönnum í gærkvöldi og sögðu frá markmiðum brautarinnar ásamt því að svara spurningum frá fundarmönnum. Við viljum færa Lionsmönnum kærar þakkir fyrir rausnarlega gjöf sem á án efa eftir að nýtast vel í skólastarfinu.

Lions 03

Lions 02