Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Fangar á Dimissio

DimissioV2019 Frett1Miðvikudaginn 8. maí buðu væntanlegir útskriftarnemendur til hátíðar á sal þegar komið var að dimissio þessa önnina.

Þá kveður útskriftarhópurinn kennara og nemendur skólans með ýmis konar uppákomum. Að þessu sinni var hópurinn klæddur eins og fangar í frægum fangelsum og sjónvarpsþáttum.

Fyrst var sýnd stuttmynd um lífið í skólanum.  Síðan var verðlaunaafhending en þar fékk útskriftarhópurinn langþráð tækifæri til að veita kennurum sínum viðurkenningar fyrir frammistöðu sína. Þar komu m.a. við sögu munnræpan, dúllan, hörkutóliðn, kóngur og drottning skólans og fleiri.  Hápunkturinn var svo þegar besti kennarinn var valinn og varð engin önnur en Þjóðbjörg Gunnarsdóttir (betur þekkt sem Bagga) fyrir valinu að þessu sinn.  Að lokum söng hópurnn svo lítið lag með frumsömdum texta. 

Fleiri myndir frá dimissio eru í myndasafninu.

DimissioV2019 Frett2

DimissioV2019 Frett3

DimissioV2019 Frett4

 

 

 

 

 

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015