Júlli A vann hæfileikakeppnina

Júlli A vann hæfileikakeppni starfsbrauta.HaefileikakeppniStarfsbrauta2019 01

Okkar fulltrúi, Júlíus Arnar Ágústsson eða Júlli A eins og hann kallar sig, gerði sér lítið fyrir og sigraði hæfileikakeppni starfsbrauta sem haldin var í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Júlli A rappaði sitt eigið lag Minningar. Um undirspil sá Viktor Ingi Elíasson eða DJ V.MAN. Á sviðinu voru einnig lífverðir en það voru þeir Alexander Birgir, Július Gyan, Þorsteinn Árni og Þorsteinn Þór.

Við óskum Júlla og félögum til hamingju með sigurinn.

HaefileikakeppniStarfsbrauta2019 02