FS-ingar á Ólympíuleikum

Þrír nemendur skólans kepptu á Special Olympics.SpecialOlympics Frett

Þau Michaela Reagan Kolosov, Magnús Orri Arnarson og María Ragnhildur Ragnarsdóttir, kepptu fyrir hönd Íslands í fimleikum á Special Olympics í Abu Dhabi. Þar varð Michaela í öðru sæti í gólfæfingum og þriðja sæti í jafnvægislá og María Ragnhildur vann brons í gólfæfingum. Magnús Orri var nálægt verðlaunum í tvíslá og gólfæfingum en hann var í fjórða sæti þar.

Þetta var frábær ferð í alla staði, nemendur kynntust annarri menningu ásamt því að kynnast mikið af nýju fólki.