Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Þemadagar til allra átta

Temadagar2019 Frett1Þemadagar voru 28. febrúar og 1. mars og var yfirskrift þeirra FS til allra átta. 

Þemadagar voru með svipuðu sniði og undanfarin ár og áhersla lögð á að fólk gæti tekið þátt og skoðað sem flest.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og þar gátu nemendur farið á milli og skoðað allt sem var í boði.  Í hádeginu voru skemmtiatriði á sal þar sem Ari Eldjárn og Ragga Hólm fóru á kostum.  Einnig var matartorg þar sem boðið var upp á fjölbreytta rétti. Það er óhætt að segja að létt og góð stemning hafi verið í skólanum þennan dag og fólk hafi skemmt sér vel enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Á föstudag var boðið upp á dagskrá á sal en þar var byrjað á belgískum vöfflum sem kennarar og starfsmenn skólans sáu um að baka.  Síðan var boðið upp á skemmtun en þar komu fram Jóhanna Ruth, Sprite Zero Klan og Alda Karen.  Vel var mætt á skemmtunina og viðstaddir skemmtu sér vel og tóku virkan þátt í því sem þar fór fram. 

Hér má finna veglegt safn litmynda frá Þemadögunum.

Temadagar2019 Frett2

Temadagar2019 Frett3

Temadagar2019 Frett4

 

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014