Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Með FS út í heim!

UnescoH2018Umsókn um þátttöku í Erasmusverkefni.

Kæri nemandi,
Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þátttakandi í stóru Erasmus+ verkefni ásamt Ítalíu, Lettlandi, Póllandi, Spáni og Ungverjalandi. Verkefnið kallast ,National Prides in a European Context” og snýst um að kynna menningu og sögu landanna með því að heimsækja staði sem eru á heimsminjaskrá UNESCO. Verkefnið hófst í nóvember 2018 með undirbúningsfundi kennara sem haldinn var í Ungverjalandi. Hugmyndin að verkefninu er tvíþætt. Í fyrsta lagi er árið 2018 ár menningararfs í Evrópu og í öðru lagi er hægt að vinna með menningararfinn á margvíslegan hátt. Meðal annars er hægt að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og auka þannig víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum.

Á vorönn 2019 er ætlunin að fara með nemendur í þrjár ferðir:
Spánn 18. - 22. febrúar
Ítalía 1. - 5. apríl
Lettland 20. - 24. Maí

Hámarksfjöldi nemenda í hverja ferð eru fimm og er áætlað að hver nemandi fari í eina ferð. Hverri ferð fylgir undirbúningsvinna og úrvinnsla eftir á og er þessi vinna metin til einnar einingar. Þátttaka er nemendum að kostnaðarlausu en til þess að halda kostnaði í lágmarki munu nemendur gista heima hjá nemendum í þeim löndum sem heimsótt verða. Nemendur sjá þó sjálfir um vasapening. Æskilegt er að þátttakendur geti boðið gistingu þegar hinar þjóðirnar heimsækja FS í október 2019.
Við óskum eftir umsóknum um þátttöku. Ef þú hefur áhuga á því að taka þátt þá þarftu að skrifa umsóknarbréf þar sem þú tekur fram hvers vegna þú hefur áhuga og af hverju við ættum að velja þig. Bréfið sendir þú síðan á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Þeir sem koma til greina verða kallaðir í viðtal í desember.
Skilafrestur er til 3. desember 2018

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014