Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FS í Evrópu

ErasmusfrettH2018 05Fyrsti fundur í Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í fór fram í Ungverjalandi.

Nú á dögunum fóru þrír kennarar skólans til Ungverjalands til að skipuleggja og setja af stað Erasums+ verkefnið „National Prides in a European Context“. Fundurinn gekk vel og mun nemendum gefast kostur á að fara til Spánar, Ítalíu og Lettlands strax á næstu önn. Á haustönn 2019 verður FS sóttur heim af samstarfslöndunum fimm. Verkefninu lýkur á vorönn 2020 með nemendaferðum til Póllands og Ungverjalands.

Verkefnið sem um ræðir er skipulagt og unnið af sex skólum í Evrópu en þeir eru í Ungverjalandi, Íslandi, Ítalíu, Lettlandi, Póllandi og Spáni.

Hugmyndin að verkefninu kemur til af tvennu. Í fyrsta lagi er árið 2018 ár menningararfs í Evrópu (European Year of Cultural Heritage) og í öðru lagi er hægt að nýta sér menningararfinn til kennslu á margvíslega vegu. Meðal annars er hægt að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að bera virðingu fyrir menningu sinni og annarra og auka þannig víðsýni og umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum.

Samstarf skólanna sex mun gagnast bæði kennurum og nemendum. Kennarar skólanna munu öðlast aukna færni í alþjóðlegu samstarfi þar sem áhersla er á samskipti og miðlun faglegrar þekkingar. Nemendur fá tækifæri til að auka tölvufærni sína með notkun nýrra forrita og fræðast um heimsminjar UNESCO og þá staði sem eru á heimsminjaskrá í þeim löndum sem heimsótt verða. Í námsferðum nemenda reynir á tungumálakunnáttu þeirra og félagslega færni.

Áhugasamir nemendur eru beðnir um að fylgjast vel með á heimasíðu skólans sem og fésbókarsíðunni um frekari upplýsingar. Verkefnið hefur nú þegar fengið sína eigin heimasíðu sem vert er að kíkja á. Ef vel er að gáð má finna auglýsingar á veggjum FS um lógó-samkeppni sem tengist verkefninu. Lógóið sem vinnur fer á öll verkefni og annað efni því tengdu m.a. á heimasíðu og bloggsíðu verkefnisins. Allir nemendur eru hvattir til að taka þátt og kynna sér verkefnið en þátttaka eykur líkur á að verða valin í námsferðirnar.

Ferðalag FS um Evrópu er hafið og má með sanni segja að næstu tvö árin verði viðburðarrík og spennandi fyrir nemendur í FS.

Hér eru myndir frá vinnufundinum í Ungverjalandi.

ErasmusfrettH2018 01

ErasmusfrettH2018 02

ErasmusfrettH2018 03

ErasmusfrettH2018 04

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014