Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

Rafiðnnemar fengu spjaldtölvur

Nýnemar í rafiðndeild skólans fengu á dögunum spjaldtölvur að gjöf frá Samtökum rafverktaka og Rafiðnaðarsambandi Íslands. RafgjofH2018

Þessi gjöf er liður í átaki Samtaka rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) en þar fá allir nemendur í rafiðngreinum á landinu spjaldtölvur að gjöf.

Forsaga málsins er að í nokkur ár hefur verið starfrækt vefsíðan rafbók.is en þar er að finna margvíslegt námsefni fyrir rafiðnaðarnema.  Það er Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, sem heldur utan um það verkefni.  Þessi síða hefur verið endurgjaldslaus fyrir nemendur og þar með sparað þeim kostnað við bókakaup.  Það er von gefenda að spjaldtölvurnar ýti enn frekar undir notkun á síðunni og nemendur hafi þannig enn betri aðgang og gagn af henni.

Það voru þau Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar, Bára Halldórsdóttir verkefnastjóri Rafbókar hjá Rafmennt, Kristján Daníel Sigurbergsson framkvæmdastjóri SART og Jón Óskar Gunnlaugsson formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja sem afhentu tölvurnar.

Á myndinni má sjá nemendur með spjaldtölvurnar sínar, fulltrúa gefenda, kennara í rafvirkjun við skólann og skólastjórnendur.

Við þökkum að sjálfsögðu fyrir þessa veglegu gjöf sem mun nýtast nemendum okkar vel í sínu námi.

RafgjofH2018

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014