FS-ingar á Evrópuþingi

Þrír nemendur skólans tóku þátt í Model European Parliament í Danmörku.MEP2018 01

Dagana 3. til 6. október tóku Birta Rún Benediktsdóttir, Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Páll Thorarensen þátt í MEP-BSR í Sönderborg í Danmörku.  MEP-BSR er fjölþjóðlegt lýðræðis- og leiðtogaverkefni sem leikur eftir þinghald með þátttakendum á framhaldsskólaaldri frá löndunum í kringum Eystrasalt og í Norður-Evrópu.  FS hefur tekið þátt í MEP-BSR níu sinnum og hélt þingið árið 2013.  Þau Birta, Júlíus og Vilhjálmur stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel.  Með þeim í för var Ægir Karl Ægisson áfangastjóri sem hefur haldið utan um þetta verkefni frá upphafi.

Næst stendur til að senda nemendur haustið 2019.

MEP2018 02

MEP2018 03

MEP2018 04