Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FS-ingar á Evrópuþingi

Þrír nemendur skólans tóku þátt í Model European Parliament í Danmörku.MEP2018 01

Dagana 3. til 6. október tóku Birta Rún Benediktsdóttir, Júlíus Viggó Ólafsson og Vilhjálmur Páll Thorarensen þátt í MEP-BSR í Sönderborg í Danmörku.  MEP-BSR er fjölþjóðlegt lýðræðis- og leiðtogaverkefni sem leikur eftir þinghald með þátttakendum á framhaldsskólaaldri frá löndunum í kringum Eystrasalt og í Norður-Evrópu.  FS hefur tekið þátt í MEP-BSR níu sinnum og hélt þingið árið 2013.  Þau Birta, Júlíus og Vilhjálmur stóðu sig með prýði og skemmtu sér vel.  Með þeim í för var Ægir Karl Ægisson áfangastjóri sem hefur haldið utan um þetta verkefni frá upphafi.

Næst stendur til að senda nemendur haustið 2019.

MEP2018 02

MEP2018 03

MEP2018 04

                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014