Textílsýning í Landsbankanum

Nemandi sýnir nú lokaverkefni sitt í textíl í útibúi Landsbankans í Reykjanesbæ.TextilV2018 01

Þessi háttur hefur verið hafður á undanfarin ár og hefur textíldeild skólans verið í góðu samstarfi við starfsfólk Landsbankans sem hefur sýnt þessu verkefni mikinn áhuga og stuðning. Að þessu sinni sýnir einn nemandi verk sín í bankanum en það er Aníta Kristmundsdóttir Carter. Það er lærdómsríkt fyrir nemendur að sýna verk sín opinberlega á þennan hátt og svona verkefni eru líka liður í að styrkja samband og samskipti atvinnulífs og skóla.

TextilV2018 02