Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

FS er fyrirmyndarstofnun

StofnunArsins2018Fjölbrautaskóli Suðurnesja varð í 4. sæti í flokka stórra ríkisstofnana í úttekt SFR á stofnun ársins.

Skólinn hlaut þar með titilinn Fyrirmyndarstofnun og er ein þrettán ríkisstofnana sem fær þann titil.  Þetta er fimmta árið í röð sem við hljótum heitið Fyrirmyndarstofnun en á síðasta ári varð skólinn í 3. sæti í sínum flokki.

Valið á Stofnun ársins var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica þann 9. maí en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Könnun er unnin í góðu samstarfi milli SFR, St.Rv., fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Myndin með fréttinni er af vef SFR en þar er hægt að sjá meira um könnunina og niðurstöður hennar.

                                                                         SFR2016 SFR2017 SFR2018                                    
   SFR2014
Heilsueflandi2019  SFR2015