Líflegir Þemadagar að baki

Þemadagar voru 22. og 23. febrúar og var yfirskrift þeirra Framhaldsskólárin - lífið er núna. Temadagar2018 Frett4

Þemadagar voru með svipuðu sniði og undanfarin ár og áhersla lögð á að fólk gæti tekið þátt og skoðað sem flest.  Á fimmtudag voru námskeið og fyrirlestrar og þar gátu nemendur farið á milli og skoðað allt sem var í boði.  Það er óhætt að segja að létt og góð stemning hafi verið í skólanum þennan dag og fólk hafi skemmt sér vel enda dagskráin fjölbreytt og skemmtileg.

Á föstudag var boðið upp á dagskrá á sal en þar var byrjað á bröns í boði Þemadaga.  Síðan var boðið upp á skemmtun en þar þar komu fram Klassart, Rikki G., Jón Jónsson, Friðrik Dór og JóiPé og Króli.  Vel var mætt á skemmtunina og viðstaddir skemmtu sér vel og tóku virkan þátt í því sem þar fór fram. 

Í myndasafninu má finna myndir frá Þemadögum.

Temadagar2018 Frett1

Temadagar2018 Frett2

Temadagar2018 Frett3