ÍÞG-1624

Badminton
Í áfanganum eiga nemendur að læra að kenna börnum og unglingum undirstöðuatriði í badminton. Lögð er áhersla á tæknikennslu, kennslu í leikfræði og reglum einliða- og tvíliðaleiks. Stefnt er að því að nemendur öðlist ákveðna grunnfærni í greininni. Farið er yfir helstu atriði í þjálffræði barna og mikilvægi þess að leikurinn sé kenndur á leikrænan og skemmtilegan hátt. Áfanginn er bóklegur og verklegur. Nemendur þjálfist í kennslu badmintons (hnits).
  • Undanfari: ÍÞF 102