Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

MYL-4036

Litafræði/myndbygging
Í áfanganum vinna nemendur á kerfisbundinn hátt með málningu og liti. Í upphafi kanna þeir möguleika á tjáningu með hreinum litum í einföldu formi. Þeir kynna sér mun á blöndunarþáttum lita og hvernig litur breytist út frá breytingum í tón, blæ eða ljósmagni. Þeir skoða litaandstæður og litasamspil á kerfisbundinn og einfaldan hátt og alltaf með mögulega táknun og merkingu á bak við eyrað. Hægt og rólega auka þeir við litaskalann, taka inn fjölbreyttari milliliti, jarðliti og aðra brúna tóna. Í lokin vinna þeir markvisst með fjölbreytta liti og litablöndun með það í huga að kanna möguleika sína á persónulegri tjáningu í málverki. Ætlast er til þess að nemendur leitist við að kanna mögulega merkingu tilrauna sinna og geti rætt frjálslega um hana á gagnrýninn hátt. Samfara þessu greina nemendur listaverk þekktra listamanna með tilliti til litanotkunar og vægis litarins í myndbyggingu. Í hverri viku kynna þeir síðan athuganir sínar á þessu sviði og tilraunir sínar í beitingu lita fyrir samnemendum sínum og ræða þær sín á milli. Mikilvægt er að nemendur kynnist bæði forsendum litanotkunar í efni og á skjá.
  • Undanfari: MYL 314 og MYS 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014