Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

MYS-3048

Samtímalistin
Í áfanganum læra nemendur um forsendur samtímalistarinnar. Þeir kynnast helstu hræringum í myndlist, hönnun og byggingarlist samtímans. Meginmarkmið áfangans er að nemendur verði vel með á nótunum um stöðu sjónlista í samtíma sínum, að þeir skilji þær hræringar, hugmyndir og stílbrigði sem nú tíðkast. Þeir rannsaka sjónlistir samtímans í samhengi við meginþætti samfélagsgerðarinnar: stjórnarfar, fjölmiðlun, lífsgæði, hagsmuni einstakra hópa, tísku og hefðir, hugmyndafræði og heimsmynd. Innlögn í áfanganum verður í fyrirlestrarformi en auk þess er mikil áhersla lögð á sjálfstæðar rannsóknir nemenda á þeim hugmyndum sem uppi eru um myndlist samtímans og umræður um stöðu myndlistarinnar í sögulegu ljósi. Nemendur nýta sér fjölbreytta miðla við upplýsingaleit og læra að nýta sér tölvutækni við framsetningu hugmynda sinna.
  • Undanfari: LIM 203 og MYS 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014