Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

SAG-3136

Tuttugasta öld
Heimsstyrjaldirnar tvær eru tíðum látnar skipta tímabilum á tuttugustu öld. Hér er fylgt þeirri aðferð en seinni heimsstyrjöldin er þó að mestu tekin til umfjöllunar í fyrri áfanga (SAG 203) og í 9. bekk grunnskóla. Tímabilið eftir stríð fram til um 1990 er kennt við kalt stríð og er skoðað í ljósi þess að því er nú talið lokið og mikil gróska er í rannsóknum á tímabilinu. Gert er ráð fyrir að öllum efnisflokkum sé sinnt í þessum áfanga en að valið sé milli markmiða í hverjum efnisflokki.

Markmiðin henta vel til verkefnavinnu og sjálfstæðs náms. Sum tímaskeið og atburðir eru svo skammt frá okkur í tíma að hægt er að leita til þeirra sem lifðu þá. Enn fremur er oft fjallað um þessi efni í dagblöðum, sjónvarpi og á Netinu. Oft er þetta einnig efniviður í skáldskap og kvikmyndum. Nýjar upplýsingar koma ört fram og viðhorf breytast með skjótum hætti. Því verður hlutverk kennarans ekki síst að leiðbeina um alhliða og gagnrýna skoðun og samanburð.

  • Undanfari: SAG 103 og SAG 203
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014