Virðing-Samvinna-Árangur

Read in english  EnglishVeftré - Skrifstofa

 

 

 

THL-406C

Þemavinna, lokaverkefni
Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt að hönnunarverkefni í formi þemavinnu. Vinnan er fólgin í upplýsingaöflun, vettvangsheimsóknum og viðtölum í tengslum við verkefnavalið. Nemendur skila vandaðri hugmyndavinnu, fylgja skipulögðu vinnuferli í formi dagbókar, safn- og hugmyndamöppu þar sem tilgreindar eru forsendur fyrir hugmyndinni, framkvæmd og framvindu verksins auk undirbúnings-, tilrauna- eða rannsóknarvinnu. Nemendur vinna einnig hugmyndavinnu og útfærslur á tölvu. Einnig halda nemendur kynningu og fyrirlestur á verkum sínum og taka þátt í sýningu. Lokamarkmiðið er að koma afurð sinni á framfæri. Lögð er einnig sérstök áhersla á tengsl við vinnustaði tengda fata- og textílhönnun.
  • Undanfari: THL 112, THL 122 og AHS 313
                                               Heilsueflandi2019                         

                                   Erasmus
SFR2018 SFR2017 SFR2016 SFR2015 SFR2014